Fjórir í einangrun og 66 í sóttkví

Landamæraskimun fer fram í húsnæði við Strandgötu 31 á Akureyri. Mynd Margrét Þóra
Landamæraskimun fer fram í húsnæði við Strandgötu 31 á Akureyri. Mynd Margrét Þóra

Glíman við COVID vágestinn heldur áfram en fjórir eru í einangrun á Norðurlandi eystra vegna vegna sjúkdómsins og 66 manns í sóttkví að því er fram kemur á vef lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Einn ferðamaður greindist jákvæður í fyrradag en það var niðurstaða úr seinni skimun sem leiddi það í ljós. Samferðamenn hans hafa verið settir í sóttkví.

Fremur fá smit hafa greinst síðustu daga og uppsveiflan ekki eins brött og í fyrstu bylgju. Sóttvarnarlæknir hefur því ekki lagt til hertar aðgerðir hér innanlands að svo komnu. Tilhögun skimunar á landamærum er þó í endurskoðun og heilbrigðisráðherra gefur væntanlega út nýjar reglur í dag eða morgun. 

Í flestum tilvikum er allt í lagi

Lögreglan hefur  mikið verið í því  að heimsækja verslanir og þjónustufyrirtæki til að fylgja því eftir að 100 manna hámarkið og 2ja metra reglan sé virt. Í  flestum tilvikumer allt  í góðu lagi þótt sums staðar hafi þurft að bæta úr. Við viljum endilega minna ykkur á að 2ja metra reglan gildir líka í sundlaugum, á börum og á líkamsræktarstöðum. Sýnum ábyrga hegðun, pössum okkur og sýnum fólkinu í kring um okkur þá kurteisi að virða 2ja metra regluna. "Munum eftir persónulegu vörnunum, handþvotti og sprittun. Veiran er enn í samfélaginu og bíður færis að komast í okkur! Segir Lögreglan. 


Athugasemdir

Nýjast