Fjórir frá BA tilnefndir sem Akstursíþróttamaður ársins

Akstursíþróttamaður ársins árið 2009 verður valinn af Akstursíþróttanefnd ÍSÍ/LÍA á lokahófi félagsins nk. laugardag, þann 21. nóvember. Alls eru sjö manns tilnefndir og þar af eru fjórir af þeim frá Bílaklúbbi Akureyrar en þeir eru Jón Örn Ingileifsson, Steingrímur Bjarnason, Hafsteinn Þorvaldsson og Ragnar S. Ragnarsson. Hinir þrír eru Hilmar Bragi Þráinsson og Aron Jarl Hillers frá AÍH og Daníel Sigurðarsson frá BÍKR.

Nýjast