Banaslys skammt frá Akureyri

Banslys varð síðdegis við bæinn Einarsstaði í Kræklingahlíð, skammt norðan Akureyrar. Fólksbíll lenti í árekstri við flutningabíl og voru fjórir fluttir á sjúkrahús. Ökumaðurinn fólksbílsins lést en hann var einn í bílnum. Lögreglan lokaði hringveginum fyrir allri umferð um tíma en hann var opnaður aftur fyrir umferð skömmu fyrir klukkan 18 í kvöld. Rúv greinir frá.

Nýjast