Fjórir árekstrar hafa orðið í dag á gatnamótum Þingvallastrætis og Miðhúsabrautar á Akureyri. Í öllum tilvikum var um aftanákeyrslu að ræða. Lögreglan segir að mikil hálka sé í bænum og því þurfi að gæta mikillar varúðar.
Lögreglan hefur í tvígang verið kölluð út vegna minniháttar slysa á skíðasvæðinu í Hlíaðrfjalli.