26. júlí, 2007 - 09:20
Fréttir
Fjórir hestamenn voru í nótt fluttir á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri eftir að hafa lent í gassprengingu í gömlu íbúðarhúsi að Sörlastöðum í Fnjóskadal. Hópur um 20 hestamanna áði þar í gærkvöldi og hugðist hafa þar næturstað. Sprengingin varð í gaslampa skömmu eftir miðnætti og slösuðust fjórir sem fyrr sagði. Þeir eru til meðhöndlunar á sjúkrahúsinu á Akureyri.