18. nóvember, 2009 - 11:50
Fréttir
Brotist var inn í vélageymslu Golfklúbbs Akureyrar að Jaðri aðfararnótt þriðjudags og þaðan m.a. stolið fjórhjóli
klúbbsins, sem ekkert hefur spurst til síðan. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar fjórhjólið er niður komið, eru beðnir að
hafa samband við lögregluna á Akureyri eða GA. Ýmsum öðrum hlutum var einnig stolið í innbrotinu, að sögn Steindórs Ragnarssonar
vallarstjóra GA.
Svo virðist sem innbrotsþjófarnir hafi gefið sér góðan tíma á staðnum, að sögn Steindórs, því þeir
höfðu m.a. skorið upp peningaskáp með brettaskífu en gripu þar í tómt. Töluvert hefur verið um innbrot að Jaðri og
aðfararnótt föstudags var einnig brotist inn í vélageymsluna og fyrir um mánuði var framið innbrot í golfskálann.