Fjórðungs aukning í sjúkraflugi

Rúmlega 24% aukning er í sjúkraflugi frá Sjúkrahúsinu á Akureyri á milli ára. Frá janúar til júlí var farið í 352 flug samanborið við 283 flug á sama tíma árið 2013. Gróa Björk Jóhannesdóttir, sem situr í framkvæmdastjórn Sak, segir aukninguna að hluta til skýrast á aukinni þjónustu við Vestmannaeyjar eftir að Mýflug hóf sjúkraflug þangað. Einnig sé mikil aukning á flugi milli Akureyrar og Reykjavíkur.

Þá séu helstu ástæður flutninga hjarta-og æðasjúkdómar og ýmiss konar áverkar. "En við höfum ekki séð eins mikla aukningu á milli ára áður," segir Gróa.

-þev

Nánar er fjallað um  málið í prentútgáfu Vikudags

 

Nýjast