26. janúar, 2007 - 09:43
Fréttir
Fjórir íbúar Akureyrar eru eldri en 100 ára um þessar mundir, allt konur. Elst er Kristbjörg Kristjánsdóttir, sem varð 102 ára fimmtudaginn 18. janúar sl. Signý Stefánsdóttir er næstelst en hún er fædd 25. júní 1905 og verður því 102 ára í sumar. Lára Þorsteinsdóttir verður einnig 102 ára næsta sumar en hún er fædd 21. ágúst 1905. Sú fjórða í röðinni er svo Margrét Halldórsdóttir, sem verður 101 árs í apríl nk. en hún er fædd 17. apríl 1906. Ólafur Árnason var elstur Akureyringa en hann lést um síðustu helgi, á 103. aldursári, fæddur 24. október 1904.