Fjölþjóðlegar jarðskjálftarannsóknir í Traðagerði

Rannsóknahópurinn í Traðagerði, lengst til hægri er Sigurjón Jónsson. Mynd/epe
Rannsóknahópurinn í Traðagerði, lengst til hægri er Sigurjón Jónsson. Mynd/epe

Þessa dagana standa yfir jarðskjálftarannsóknir í Traðagerði á Húsavík. Fjölþjóðlegur hópur vinnur nú við rannsóknirnar en verkefnið er styrkt af King Abdullah University of Science and Technology (KAUST).

Einn jarðvísindamannanna er Sigurjón Jónsson en blaðamaður Vikublaðsins hitti hann í Traðagerði í vikunni og ræddi við hann um rannsóknirnar.

„Við erum að leita upplýsinga um jarðskjálfta fyrr á öldum og þessi staður hér, Traðagerði er vænlegur vegna þess að hann er staðsettur akkúrat á Húsavíkur/Flateyjarmisgenginu. Það sem gerir þennan stað sérstaklega eftirsóknarverðan er að hér er myndarlegt gil sem hefur hliðrast,“ útskýrir Sigurjón en gilið sem hann bendir á segir hann hafa færst til um tugi metra, líklega frá ísaldarlokum.

Ítarlegri umfjöllun um þessar merkilegu rannsóknir verður í næsta tölublaði Vikublaðsins sem kemur út á fimmtudag í næstu  viku.


Athugasemdir

Nýjast