Fjölskylda skipar Útsvarsliðið

Urður Snædal ásamt eiginmanni sínum og tengdaföður.
Urður Snædal ásamt eiginmanni sínum og tengdaföður.

Búið er að skipa í liðið sem mun keppa fyrir hönd Akureyrar í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélagana þennan veturinn. Urður Snædal heldur sæti sínu í liðinu en tveir nýliðar eru með henni í för; eiginmaður hennar, Ragnar Elías Ólafsson, og faðir hans, Ólafur Helgi Theodórsson. Því er um sannkallað fjölskyldulið að ræða. Í prentútgáfu Vikudags er rætt við Urði Snædal um liðið og keppnina í ár.

-þev

Nýjast