Fjölnir stöðvaði sigurgöngu Þórs

Þór tapaði á heimavelli gegn Fjölni, 43:65, er liðin mættust í Síðuskóla í 1. deild kvenna í körfubolta í gærdag. Staðan í hálfleik var 36:23 fyrir Fjölni. Rut Konráðsdóttir skoraði 13 stig fyrir Þór í leiknum og næst kom Linda Heiðarsdóttir með 10 stig.

Þar með lauk sigurgöngu Þórs í bili en fram að leiknum í gær hafði liðið unnið fjóra leiki í röð í deildinni.

Þór er í öðru sæti deildarinnar með 8 stig en Fjölnir trónir á toppnum með 12 stig.

Nýjast