Fjölnir lagði KA að velli, 2:0, er liðin mættust í Egilshöllinni í gær í Lengjubikarkeppni karla í knattspyrnu. Pétur Markan og Bjarni Gunnarsson skoruðu mörk Fjölnis í leiknum.
KA situr því sem fastast á botni riðils 2 í A- deild en KA hefur einungis fengið eitt stig úr fyrstu fimm leikjunum. Fjölnir situr í sjötta sæti riðilsins með sex stig.
Í dag mætast svo Þór og Fylkir í Boganum í riðli 1 í A- deild og hefst leikurinn kl. 17:00.