Fjölmörg verðlaun til UFA og UMSE á Stórmóti ÍR

Keppendur frá UFA og UMSE náðu góðum árangri á Stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum sem haldið var í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum í Reykjavík um helgina. Alls kepptu 760 keppendur á þessu stærsta innanhúsmóti í frjálsíþróttum sem haldið hefur verið hér á landi.

Hjá UFA sigraði Kolbeinn Höður Gunnarsson í 60 m hlaupi sveina og í langstökki, Bjartmar Örnuson sigraði í 800 m hlaupi karla, Elvar Örn Sigurðsson hafnaði í 1.- 2. sæti í stangarstökki í karlaflokki og Ásgerður Jana Ágústsdóttir hafnaði í 1. sæti í langstökki í flokki 14 ára stúlkna.

Hjá UMSE keppendum ber hæst að nefna árangur þeirra Nökkva Þeyrs Þórissonar og Maciej Magnúsar Szymkowiak, en Nökkvi sigraði í langstökki í flokki 11 ára pilta og Maciej Magnús hafnaði í 1.- 2. sæti í hástökki 14 ára pilta. Auk þessa unnu keppendur UFA og UMSE til fjölda silfur- bronsverðlauna á mótinu.

 

Nýjast