Fjölmennur fundur á Akureyri
Eining-Iðja efndi til funda um kjaramál á Grenivík í gær og á Akureyri í gærkvöld, en félagið heldur alls sjö fundi á Eyjafjarðarsvæðinu í þessari viku í tengslum við mótun launakröfugerðar félagsins í komandi kjaraviðræðum. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, segir að mikill hugur sé greinilega í félagsmönnum, fjölmargar ábendingar um áherslur í kjaramálum hafi komið fram á fundunum.
Á laugardaginn hefur verið boðað til fjölmenns fundar í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri, þar sem farið verður yfir ýmislegt sem tengist launaumræðu, lengd samninga og fleiri. Á fundinn í Hofi eru félagsmenn í samninganefnd Einingar-Iðju og trúnaðarráði boðaðir, auk trúnaðarmanna sem ekki eru í þessum nefndum. Ljóst er að um fjölmennan fund verður að ræða, en vel á annað hundrað félagsmenn hafa fengið boð um að mæta á fundinn.