Fjölmargir keppendur frá Akureyri á alþjóðlegu móti í Reykjavík

Alþjóðlega íþróttakeppnin, Reykjavík International Games,  verður haldin í Laugardalshöllinni á morgun þann 16. janúar. Það er Íþróttabandalag Reykjavíkur sem stendur að mótshaldinu en keppendur verða um 2000 og þar af eru erlendir keppendur um 300.

Fjölmargir keppendur frá Akureyri munu keppa á mótinu, má þar nefna Bjarka Gíslason og Bjartmar Örnuson frá UFA, 11 keppendur frá Listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar og 14 keppendur frá Sundfélagi Óðins.

Keppnisgreinarnar eru alls níu, en greinarnar eru badminton, frjálsíþróttir, fimleikar, dans, listhlaup á skautum, júdó, skylmingar, sund og keila. Keppnisstaðirnir eru allir í Laugardalnum nema í keilu þar sem að keppt er í Öskjuhlíð. 

Nýjast