Fjölga þarf geðlæknum

Sjúkrahúsið á Akureyri. Mynd/Hörður Geirsson
Sjúkrahúsið á Akureyri. Mynd/Hörður Geirsson

Tíu nýjar tilvísanir berast að jafnaði á viku inn á göngudeild geðdeildarinnar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Heildarfjöldinn á ári er í kringum 500 en geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri er eina sérhæfða geðdeildin utanhöfuðborgarsvæðisins. Sigmundur Sigfússon, forstöðulæknir geðdeildarinnar, segir sjúkrahúsið þurfa að velja og hafna úr beiðnum á göngudeildina. Að sögn Sigmundar þarf að fjölga geðlæknum svo hægt sé að anna eftirspurn. Algengur biðtími eftir innlögn á göngudeild er 3-4 vikur. Þegar viðkomandi þarf að hitta sálfræðing getur biðin hins vegar verið nokkrir mánuðir.

-þev

Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags

 

Nýjast