11. maí, 2010 - 10:42
Fréttir
Lögreglan á Akureyri upplýsti um s.l. helgi innbrot í níu bifreiðar á Akureyrarflugvelli þann 14. apríl s.l. og í fjórar
vinnuvélar við Eyjafjarðarbraut vestri þann 4 maí. Í þessum innbrotum var stolið GPS tækjum, geislaspilurum og ýmsu
smádóti svo sem handverkfærum.
Þá var OB lykli stolið úr einni bifreiðinni og hann notaður til bensínúttektar fyrir um 50.000 krónur. Þó nokkrar
skemmdir voru unnar í þessum innbrotum. Fjórir piltar á aldrinum 17-21 ára viðurkenndu verknaðinn.