Fjöldi fyrstu bekkinga fleiri en undanfarin ár

Lundarskóli er næstfjölmennasti skólinn.
Lundarskóli er næstfjölmennasti skólinn.

285 nemendur hófu nám í 1. bekk í grunnskólum Akureyrar í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá skóladeild bæjarins er árgangurinn óvenju stór en frá árinu 2014 hafa fyrstu bekkingar verið í kringum 220 börn.

Alls eru nemendur í grunnskólum Akureyrar í vetur 2.716. Brekkuskóli er stærsti skólinn með 506 nemendur og Lundarskóli næstfjölmennastur með 492 nemendur. Fæstir nemendur eru í Grímseyjarskóla eða 3, en 13 nemendur eru við nám í Hríseyjarskóla.

Nýjast