27. október, 2009 - 13:22
Fréttir
Þessa dagana stendur yfir bangsasýning í Amtsbókasafninu á Akureyri, í tilefni af Alþjóðlega bangsadeginum, sem er í dag
þriðjudaginn 27. október. Fjölmargir bæjarbúar hafa lánað bangsa sína á sýninguna og þar er að finna fjölbreytt
úrval bangsa af ýmsum stærðum. Lagt var upp með að halda sýningu með böngsum víðsvegar að úr heiminum sem fólk hefur ef
til vill keypt á ferðalögum sínum til annarra landa.
Laugardaginn 31. október nk. verður STÓRA bangsasögustundin á Amtsbókasafninu og hefst hún klukkan 14.00. Kærleiksbjörninn kíkir
í heimsókn, lesnar verða bangsasögur, teiknað, spilað og leikið, auk þess verður bangsahappdrætti. Í þessum mánuði hafa
verið sögustundir á fimmtudögum, þar sem þemað eru bangsar og bangsasögur og verður síðasta sögustundin þann 29. október nk.
Bangsasýningin stendur til laugardagsins 7. nóvember.