Fjölbreytt úrval af handverki og hönnun í Ketilhúsinu

Í tengslum við Aðventuævintýri 2008 á Akureyri og í samvinnu við Menningarmiðstöðina í Listagili hefur HANDVERK OG HÖNNUN skipulagt sýningu/markað á handverki, hönnun og listiðnaði í Ketilhúsinu sem haldinn verður á morgun föstudag og laugardag.  

Þar verður fjölbreytt úrval af handverki, listiðnaði og hönnun. Sérstök valnefnd valdi 17 þátttakendur sem sjálfir munu kynna vörur sínar. Það sem verður til sýnis og sölu er t.a.m. munir úr leðri og roði, skartgripir, glermunir, nytjahlutir úr leir, fjölbreyttar textílvörur og hlutir úr hornum og beinum.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir Akureyringa og nærsveitunga að kynna sér fjölbreytt íslenskt handverk, listiðnað og hönnun, segir í fréttatilkynningu.

Nýjast