Fjölbreytt dagskrá á Akureyri

Fólk er farið að streyma norður þar sem hátíðin Ein með öllu fer fram um helgina. Mynd: Þórhallur Jó…
Fólk er farið að streyma norður þar sem hátíðin Ein með öllu fer fram um helgina. Mynd: Þórhallur Jónsson.

Hátíðin Ein með öllu sem fram fer á Akureyri um verslunarmannahelgina hefur að mestu leyti farið vel fram og er fjölbreytt dagskrá í dag. Á Ráðhústorginu kl. 14:00 á stóra sviðinu taka Sveppi og Villi sér frí frá myndatökum og skemmta gestum og gangandi ásamt fjölbreyttri dagskrá farm eftir degi á torginu. Mömmur og möffins eru á sýnum stað í Lystigarðinum kl. 14:00. Ávallt skapast góð stemming í kringum kræsingarnar sem boðnar eru til sölu og það má með sanni segja að mömmur Akureyrar kunna að baka möffins.

Hljómsveitin Retro Stefson mun svo hefja hátíðardagskrána á Ráðhústorginu í kvöld klukkan 21:00 og þar stíga einnig á svið Pálmi Gunnars, 200.000 Naglbítar, Úlfur Úlfur og Páll Óskar svo eitthvað sé nefnt.

Nýjast