Fjögur lið eru nú efst og jöfn á toppnum á Íslandsmótinu í krullu en Mammútar, Skytturnar, Riddarar og Víkingar hafa öll fjóra vinninga hvert þegar deildarkeppnin er nær hálfnuð, en sjöunda umferð mótsins hófst með þremur leikjum sl. miðvikudag í Skautahöll Akureyrar. Mammútar og Skytturnar eiga þó leik til góða en liðin áttu að leika sín á milli í síðustu umferð en leiknum var frestað.
Úrslit sjöunda umferðarinnar urðu þannig að Víkingar lögðu Garpa af velli 6:4, Riddarar höfðu betur gegn Üllevål 6:5 og Svarta gengið sigraði Fífurnar 6:2.
Áttunda umferð deildarkeppninnar, og sú fyrsta í síðari hluta mótsins, fer fram mánudagskvöldið 22. febrúar en þá eigast við:
Braut 1: Skytturnar - Riddarar
Braut 2: Fífurnar - Mammútar
Braut 3: Garpar - Svarta gengið
Braut 4: Üllevål - Víkingar