Í hádeginu í dag, eða kl. 12.10 verður Árni með málstofu í Háskólanum á Akureyri. Þar fjallar hann um lagalegt umhverfi lax- og silungsveiðimála og meginstoðir þess ástands sem við búum við. Árni Ísaksson útskrifaðist sem fiskifræðingur frá Washingtonháskóla í Seattle árið 1970 og hefur síðan starfað við lax- og silungsveiðimál. Hann starfar nú sem forstöðumaður lax- og silungsveiðisviðs Fiskistofu eftir sameiningu á stjórnsýsluþætti sjávar- og ferskvatnsfiska árið 2008.