Fjallað um Eyrina á Sagnakvöldi á Sigurhæðum

Sagnakvöldin á Sigurhæðum hafa notið mikilla vinsælda, en fjallað hefur verið um Hafnarstræti, gamla bæinn og Spítalaveg í tvígang og alltaf fullt hús. Brugðið hefur verið upp gömlum og nýjum myndum og talað út frá þeim. Á morgun, þriðjudaginn 20. apríl kl. 20:00 verður fjallað um Eyrina.  

Þeir á Eyrinni voru sagðir rauðir á árum áður, í pólitík sem íþróttum, enda er þar vagga Íþróttafélagsins Þórs. Það var því vel við hæfi, að fá tvo "rauðhausa" , Skúla Lórenz og Baldvin Sigurðsson, til að segja sögur þaðan, en Ragnar Sverrisson er liðsstjóri. Þeir félagar ætla að rifja upp gamlar og góðar sögur frá bernskudögum, flestar dagsannar! Á eftir verður spjallað yfir kaffi og kleinum. Aðgangseyrir 500 kr.

Nýjast