Fiskidagurinn heiðrar Promens

Daði Valdimarsson (t.v.) og Matthías Jakobsson tóku við viðurkenningunni.
Daði Valdimarsson (t.v.) og Matthías Jakobsson tóku við viðurkenningunni.

Fiskidagurinn mikli heiðraði fyrirtækið Sæplast/Promens Dalvík ehf um liðna helgi á fiskidögum  í Dalvík. Í tilkynningu segir að frá upphafi hafi Fiskidagurinn mikli heiðrað einstaklinga, starfsemi eða fyrirtæki sem skipt hafa máli fyrir uppbyggingu í sjávarútvegi á Dalvík, á öllu landinu eða jafnvel víðar.  „Sæplast hf. var stofnað á Dalvík árið 1984, eða fyrir 30 árum síðan. Hópur manna tók sig saman og keypti vélar og tæki til framleiðslu á fiskikerum. Vélarnar voru fluttar til Dalvíkur og starfsemi hafin.

Árið 2005 var Promens hf stofnað og árið 2007 breyttist nafn verksmiðjunnar í Promens Dalvík ehf. Verksmiðjan hefur á þessum 30 árum vaxið jafnt og þétt, húsakostur hefur verið aukinn og bættur sem og öll framleiðslutækni, nú síðast með mikilli stækkun árið 2012 þegar tekinn var í notkun rafmagnsknúinn ofn og þar með vistvænni. Í dag starfa um 60 manns við fyrirtækið á Dalvík," segir í tilkynningu.

Matthías Jakobsson var í hópi þeirra sem stóðu að stofnun fyrirtækisins fyrir 30 árum síðar og  var fyrsti stjórnarformaður fyrirtækisins. Hann gegndi þeirri stöðu  til ársins 1997 eða í 13 ár.

Daði Valdimarsson, framkvæmdastjóri Promans Dalvík ehf. tók einnig við viðurkenningarskjali og grip sem Jóhannes Hafsteinsson hannaði og smíðaði.

 

Nýjast