Íslandsmótið í júdó í flokki 15- 19 ára karla og kvenna fór fram í Reykjavík um liðna helgi. KA átti átta keppendur á mótinu sem unnu til fjölda verðlauna, þar af þrenn gullverðlaun.
Í kvennaflokki vann Fiona Ýr Sigurðardóttir tvenn gullverðlaun, í 70 kg flokki og í opnum flokki, Kristín Ásta Guðmundsdóttir hlaut silfurverðlaun í 70 kg flokki og í opnum flokki og Helga Hansdóttir hlaut silfurverðlaun í -57 kg flokki. Þá vann stúlknasveit KA til gullverðlauna í sveitakeppni.
Í karlaflokki vann KA til fjögurra silfurverðlauna, Karl Stefánsson í +100 kg flokki, Steinar Eyþór Valsson í -100 kg, Adam Brand Þórarinsson í -81 kg flokki og Bjarki Geir Benediktsson í -73 kg flokki. Þá vann KA silfurverðlaun í sveitakeppninni í karlaflokki. Einnig vann KA þó nokkur bronsverðlaun í bæði karla- og kvennaflokki.