Finnur Bessi sigurvegari Herramótsins

Herramót GA, Heimsferða og RUB 23 var haldið á Jaðarsvelli sl. helgi og tókst það með ágætum en 90 keppendur tóku þátt. Finnur Bessi Sigurðsson sigraði en hann spilaði á pari vallarins eða 71 höggi. Í öðru sæti var Konráð Vestmann Þorsteinsson og Finnur Jörundsson varð þriðji.

Í höggleiknum var það Þorvaldur Jónsson sem sigraði á 73 höggum, Kjartan Fossberg Sigurðsson varð í 2. sæti á 75 höggum og Bergur Rúnar Björnsson í 3. sæti einnig á 75 höggum.

Einnig voru veitt verðlaun fyrir „best klædda kylfinginn” og varð Haukur Dór Kjartansson fyrir valinu. Tveir aðrir kylfingar fengu viðurkenningu dómnefndar fyrir flottan klæðnað, það voru þeir Ólafur Gylfason golfkennari hjá GA og Guðmundur S. Guðmundsson.

Nýjast