„Finn voðalega lítið fyrir aldrinum"

Eiríkur Páll Sveinsson var næstfyrsti háls,- nef- og eyrnalæknirinn sem starfaði á Akureyri. Hann nam læknisfræði við Háskóla Íslands, útskrifaðist þaðan í febrúar 1965 og stundaði framhaldsnám í Svíþjóð á sínum tíma. Þar lærði hann m.a. að setja rör í eyrun á börnum, sem hann gerði fyrstur manna á Akureyri. Eiríkur býr í Naustahverfinu ásamt eiginkonu sinni Rannveigu Ingvarsdóttur og þar njóta þau hjónin elliáranna.

Eiríki er ýmislegt til lista lagt og hefur t.d. samið ljóð frá unglingsaldri. Vikudagur leit í kaffi til Eiríks en nálgast má viðtalið í prentútgáfu Vikudags.

Nýjast