Fimmti Íslendingurinn til fá svarta beltið í jiu-jitsu

Ingþór Valdimarsson, yfirþjálfari hjá bardagaklúbbnum Fenri á Akureyri, fékk nýverið svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu. Ingþór er aðeins fimmti Íslendingurinn sem öðlast hefur svarta beltið í greininni en hann og Gunnar Nelsson bardagakappi eru þeir einu sem eru búsettir hér á landi og státa af beltinu.

Ingþór fékk svarta beltið afhent í æfingabúðum í Leuven í Belgíu í ágúst sl. en þar voru 220 manns samankomnir úr bardagaklúbbum víðs vegar um heim ásamt tíu þjálfurum.

Vikudagur spjallaði við Ingþór og forvitnaðist um árangurinn en viðtalið má nálgast í prentútgáfu blaðsins.

-þev

Nýjast