Fimmta bindi Sögu Akureyrar er komið út

Fimmta bindi Sögu Akureyrar, eftir Jón Hjaltason, er komið út og voru fyrstu eintök bókarinnar afhent í Ásprent í morgun, þar sem bókin var prentuð. Höfundurinn hefur verið með bókina í vinnslu sl. fjögur ár en hún hefst með landgöngu Breta þann 17. maí 1940 og endar á 100 ára afmæli Akureyrar í ágúst 1962.  

Bókin er um 400 blaðsíður og hana prýða um 400 ljósmyndir. Jón Hjaltason hefur skrifað allar bækurnar fimm um Sögu Akureyrar, á síðustu 17 árum. Á meðal þeirra sem voru mættir í Ásprent í morgun til að taka við fyrstu eintökunum, voru höfundurinn Jón Hjaltason, Bernharð Haraldsson formaður ritnefndar og Hermann Jón Tómasson bæjarstjóri.

Nýjast