Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt samning á milli Akureyrarbæjar og Bílaklúbbs Akureyrar um uppbyggingu, framkvæmd og rekstrarfyrirkomulag tjaldstæðis á svæði Bílaklúbbsins. Um fimm milljónir verða veittar til uppbyggingar á tjaldsvæðinu. Einar Gunnlaugsson, formaður Bílaklúbbs Akureyrar, segir nauðsynlegt að bílaklúbburinn fái almennilegt tjaldsvæði og það verði orðið klárt næsta sumar á Bíladögum.
Áætlað er að tjaldsvæðið verði einnig notað á öðrum álagstímum og verður m.a. opið um verslunarmannahelgina næstkomndi þegar Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Akureyri.
-þev