Fimm framboð vilja auglýsa eftir bæjarstjóra

Akureyri
Akureyri

Engir framboðslistar til bæjarstjórnarkosninganna á Akureyri bjóða pólitískan bæjarstjóra og aðeins tveir flokkar hafa formlega líst yfir beinum stuðningi við núverandi bæjarstjóra, Eirík Björn Björgvinsson. L-listinn réði Eirík Björn fyrir fjórum árum og vilja hann áfram í starfi. Einnig hefur Framsóknarflokkurinn lýst yfir stuðningi við hann, þó með fyrirvara um að breyta áherslum í starfinu og gera hann meira áberandi sem talsmann bæjarins.

throstur@vikudagur.is

Nánar er fjallað um þetta mál í prentútgáfu Vikudags sem kom út í dag. Einnig er rýnt í bakgrunn  kjósenda; hvaða flokka þeir velja út frá kyni, menntun, aldri og tekjum samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Vikudag. Þá er einnig greint frá afstöðu bæjarbúa um pólitískan eða ópólitískan bæjarstjóra samkvæmt könnun Capacent.


Nýjast