Fimm frá Akureyri valdar í unglingalandslið kvenna

Fjórar stelpur frá Akureyri, þær Arna Erlingsdóttir, Emma Havin Sardarsdóttir, Kara Rún Árnadóttir og Unnur Ómarsdóttir, voru fyrir stuttu valdar í U17 ára landslið kvenna í handbolta. Þá var Ester Óskarsdóttir, ein helsta skytta Akureyrar á liðnum vetri, valin í U19 ára landsliðið.

Landsliðin æfa á föstudag og laugardag, U17 ára liðið undir stjórn Guðríðar Guðjónsdóttur en U19 ára undir stjórn Stefáns Arnarsonar.

Allar hafa þessar stelpur frá Akureyri spilað með meistaraflokki félagsins í vetur og er ljóst að Akureyringar þurfa ekki að kvíða framtíðinni í handboltanum ef rétt verður haldið á spilunum með þessar stelpur.

Nýjast