Fimm efstu sætin á lista Framsóknarflokksins ákveðin

Guðmundur Baldvin,Ingibjörg og Siguróli/mynd karl eskil
Guðmundur Baldvin,Ingibjörg og Siguróli/mynd karl eskil

Kosið var í fimm efstu sætin á framboðslista Framsóknarflokksins á Akureyri í dag. Kosningarétt höfðu allir félagar í framsóknarfélögunum á Akureyri.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson bæjarfulltrúi skipar fyrsta sæti listans. Í öðru sæti er Ingibjörg Isaksen, Siguróli Magni Sigurðarson skipar þriðja sæti listans,  Elvar Smári Sævarsson skipar fjórða sætið og í því fimmta er Halldóra Kristín Hauksdóttir.
Guðmundur Baldvin segist þakklátur fyrir stuðninginn í kosningunni. „Þetta er kraftmikið fólk og ég hlakka til komandi kosningavinnu. Við erum bjartsýn og  fjölmennur fundur í morgun staðfesti að margir ætla sér að vinna að framgangi okkar stefnumála.“




Nýjast