FH vann stórsigur gegn Akureyri

FH vann átta marka sigur gegn Akureyri Handboltafélagi ,33:25 , er liðin mættust í Kaplakrika í kvöld í N1- deild karla í handbolta. Staðan í hálfleik var 14:9 FH í vil. Heimamenn hófu seinni hálfleikinn af krafti og komust í 18:10 og náðu mest 13 marka forystu í síðari hálfleik og lögðu þar með grunninn að sigrinum. Oddur Gretarsson var markahæstur í liði Akureyrar í kvöld með 5 mörk og Hafþór Einarsson varði 21 skot í marki norðanmanna.

Hjá FH voru markahæstir þeir Ólafur Guðmundsson, Ólafur Gústafsson og Bjarni Fritzon með 6 mörk hver. Þá varði Pálmar Pétursson 23 skot í marki heimamanna.

Með sigrinum er FH komið með 13 stig í öðru sæti deildarinnar en Akureyri er í þriðja sæti með 11 stig, en gæti misst þriðja sætið í hendur Valsmanna, sigri þeir Gróttu síðar í kvöld.

Nýjast