FH vann níu marka sigur gegn KA/Þór í dag

FH vann verðskuldaðan níu marka sigur á KA/Þór, 39:30, er liðin mættust í KA-heimilinu í N1- deild kvenna í handbolta dag. Gestirnir frá Hafnarfirði byrjuðu leikinn vel og náðu sex marka forystu um miðjan fyrri hálfleik, 13:7. Norðanstúlkur náðu að saxa forskot gestanna niður í þrjú mörk áður en dómarinn flautaði til hálfleiks. Staðan í hálfleik 19:16 FH í vil. 

FH gaf ekkert eftir í seinni hálfleik og náði átta marka forystu, 33:25, þegar tíu mínútur lifðu leiks. Norðanstúlkur voru þó ekki á því að gefast upp og minnkuðu muninn niður í fimm mörk, 28:33, þegar skammt var til leiksloka. Nær komst þó KA/Þór ekki og FH vann að lokum níu marka sigur, 39:30, og FH einfaldlega betra liðið í dag.

Emma Sardarsdóttir og Martha Hermannsdóttir áttu góðan leik fyrir KA/Þór og skoruðu 8 mörk hvor. Arna Valgerður Erlingsdóttir skoraði 6 mörk, Inga Dís Sigurðardóttir og Ásdís Sigurðardóttir 3 mörk hvor og aðrar minna. Selma Malmquist átti ágætan dag í marki KA/Þórs og varði 11 skot og Lovísa Eyvindsdóttir varði 2 skot.

Í liði gestanna var Ragnahildur Rósa Guðmundsdóttir markahæst með 10 mörk, Berglind Ósk Björgvinsdóttir og Birna Íris Helgadóttir skoruðu sex mörk hvor, Birna Berg Haraldsdóttir 5 mörk og aðrar minna. Þá átti Jolanta Slapikene mjög góðan leik í marki FH og varði 14 skot.

KA/Þór situr því enn í næstneðsta sæti deildarinnar með þrjú stig en FH hefur átta stig í 5. sæti.

Nýjast