FH deildarbikarmeistari eftir sigur gegn Akureyri

FH tryggði sér rétt í þessu deildarbikarinn í handbolta karla eftir þriggja marka sigur gegn Akureyri í úrslitum, 29:26, en leikið var í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Akureyri hafði þriggja marka forystu í hálfleik, 16:13, en FH reyndist sterkari aðilinn í lokamínútunum og kom í veg fyrir að Akureyri Handboltafélag myndi vinna sinn fyrsta titil. Heimir Örn Árnason og Bjarni Fritzson voru markahæstir í liði Akureyrar með 7 mörk hvor og fyrir FH voru þeir Ásbjörn Friðriksson og Baldvin Þorsteinssson einnig með 7 mörk hvor. Daníel Andrésson átti fínan leik milli stanganna hjá FH með 19 skot varin en hjá Akureyri varði Sveinbjörn Pétursson 9 skot og Stefán Guðnason 5 skot.

Nýjast