13. apríl, 2007 - 17:42
Fréttir
Aðilar í ferðaþjónustu á Akureyri eru ánægðir eftir páskahelgina og bjartsýnir á sumarið sem framundan er. Viðmælendur Vikudags á Akureyri sögðust flestir telja að nýliðnir páskar hafi verið þeir bestu í ferðaþjónustunni í fimm ár og miða þá við fjölda ferðamanna sem sóttu bæinn heim. Að sjálfsögðu spilar þarna sterkt inn í uppbyggingin í Hlíðarfjalli en þar var hægt að bjóða upp á góðan „tilbúinn" skíðasnjó sem ekki hefði verið fyrir hendi annars. Í hönd fara annasamar vikur í ferðaþjónustu á Akureyri, um helgina er Skíðalandsmót Íslands haldið í Hlíðarfjalli og fleiri stórir atburðir eru framundan s.s. söngvakeppni framhaldsskólanna og Andrésar andar leikarnir. Nánar í blaðinu Vikudegi.