Ferðamenn jákvæðir þrátt fyrir erfiðar aðstæður við Múlakvísl
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Boðið er upp á rútuferðir á milli þessara tveggja staða um Fjallabaksleið nyrðri tvisvar á dag, klukkan 10:30 og 15:30 og er farið frá hvorum stað samtímis. Með þessu móti geta viðskiptavinir skilað bílum sínum á öðrum hvorum staðnum, tekið rútuna og fengið nýjan bíl þegar komið er á leiðarenda. Mun þessi þjónusta verða í boði viðskiptavinum okkar að kostnaðarlausu þangað til bráðabirgðabrú yfir Múlakvísl verður tekin í gagnið. Óhætt er að segja að viðskiptavinir okkar hafi sýnt aðstæðum skilning og tekið þessari lausn vel og líta margir á rútuferðina sem óvænt ævintýri og samkvæmt Eggerti Jóhannssyni aðgerðastjóra á Kirkjubæjarklaustri hafa nú þegar um 100 farþegar nýtt sér þjónustuna og eru allir afar ánægðir með þessa lausn. Það er ánægjulegt að sjá hversu hratt og örugglega Vegagerðin og björgunarsveitir hafa nú brugðist við þessum erfiðu aðstæðum og því mikilvæga verkefni að koma samgöngum um hringveginn sem fyrst í sem eðlilegast horf. Vonum við innilega að þeim takist ætlunarverk sitt á sem skemmstum tíma, segir ennfremur í fréttatilkynningu Bílaleigu Akureyrar.