Ferðamálafélag Hríseyjar Óskar eftir hærra framlagi til næstu þriggja ára

Helstu verkefni Ferðamálafélags Hríseyjar eru rekstur upplýsingamiðstöðvar í húsi Hákarla Jörundar, …
Helstu verkefni Ferðamálafélags Hríseyjar eru rekstur upplýsingamiðstöðvar í húsi Hákarla Jörundar, umsjón með Minjasafninu Holti og almenningssalernum í eyjunni Mynd Hrisey.is

Ferðamálafélag Hríseyjar hefur óskað eftir að samstarfssamningur milli félagsins og Akureyrarbæjar verði endurnýjaður. Þriggja ára samningur sem fyrir var rann út í lok ársins 2022.

Helstu verkefni félagsins eru rekstur upplýsingamiðstöðvar í húsi Hákarla Jörundar, umsjón með Minjasafninu Holti og almenningssalernum í eyjunni.

Framlag Akureyrarbæjar til verkefnanna var 780 þúsund krónur en Ferðamálafélag Hríseyjar hefur óskað eftir hækkun og að framlagi verði 1,2 milljónir króna á næsta þriggja ára samningstímabili.

Bæjarráð hefur falið forstöðumanni atvinnu- og menningarmála að útbúa drög að samningi við Ferðamálafélag Hríseyjar og leggja fyrir bæjarráðs.


Athugasemdir

Nýjast