27. ágúst, 2007 - 08:56
Fréttir
Lögreglumenn frá Akureyri sem voru á eftirlitsferð í Öxnadal stöðvuðu bifreið sem ekið var á ofsahraða. Undir stýri reyndist erlendur ferðamaður og mældist bifreið hans á 140 km hraða. Ökumaðurinn þurfti að reiða fram háa sektarupphæð en erlendum ferðamönnum sem teknir eru fyrir hraðakstur er gert að staðgreiða sektir sínar.