Fer til reynslu hjá Tottenham og Watford
Fannar Hafsteinsson, hinn stórefnilegi 16 ára markvörður KA, er á förum til enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham og fyrstu deildarliðsins Watford til reynslu og mun hann dvelja í Englandi næstu 12 daga.
Fannar hefur um nokkurt skeið verið undir smásjá enskra liða en það var í kjölfar heimsóknar knattspyrnuskóla Arsenal til Akureyrar fyrr í sumar sem hjólin tóku að snúast.
Fannar mun æfa með báðum liðum og einnig spila leiki með þeim. Meðal annars mun hann spila leik með Watford gegn Arsenal um miðja næstu viku og er vitað að Arsenal og jafnvel fleiri ensk úrvalsdeildarlið munu fylgjast grannt með honum í þeim leik.