Féllu fyrir Íslandi í brúðkaupsferð

András og Marianna segjast hafa fengið gott viðmót frá bæjarbúum. Mynd/Þröstur Ernir
András og Marianna segjast hafa fengið gott viðmót frá bæjarbúum. Mynd/Þröstur Ernir

Hjónin András Lovas og Marianna Balázs frá Ungverjalandi starfa sem svæfingalæknar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þau komu fyrst til Íslands í brúðkaupsferð í október í fyrra og dvöldu m.a. eina nótt á Akureyri. Þau segjast hafa fallið fyrir landi og þjóð í ferðinni og gripu tækifærið þegar svæfingalækna vantaði norður á Akureyri. Þau stefna á að dvelja á Akureyri í eitt ár en hjónakornin hófu störf á sjúkrahúsinu sl. apríl. Í frítímum reyna þau að nýta tímann til þess að ferðast um vítt og breitt um landið og ganga á fjöll.

Vikudagur settist niður með kaffibolla með þeim hjónum og má nálgast ítarlegt viðtal við þau í prentútgáfu Vikudags

 

Nýjast