Fatlaðir þurfa bætta aðstöðu
Bæta þarf aðstöðu fyrir fatlaða í Sundlaug Akureyrar en m.a. er skortur á betri búningsaðstöðu. Klefa vantar þar sem hinn fatlaði og aðstoðarmaður eru af gagnstæðu kyni og einnig vantar sérútbúna aðstöðu fyrir þá sem glíma við mikla fötlun. Eins og Vikudagur greindi frá á dögunum er gert ráð fyrir viðamikilli uppbyggingu við Sundlaug Akureyrar á næstu 2-3 árum. Í fyrsta áfanga framkvæmdarinnar verður fyrst og fremst hugað að útisvæðinu og því nokkuð ljóst að endurnýjun innanhúss á borð við aðstöðu fyrir fatlaða þurfi að bíða enn um sinn. Nánar er fjallað um þetta mál í prentútgáfu Vikudags.
-þev