Þetta er nákvæmlega sami fjöldi samninga og þinglýst var í janúarmánuði á síðasta ári. Það vekur einnig athygli að velta vegna þessara 55 samninga nú í janúar er nákvæmlega sú sama og á síðasta ári eða 848 milljónir króna, sem þýðir að meðaltalssamningurinn hefur ekki verið uppá nema 15,4 milljónir króna. „Þetta er allt á uppleið og það sama er uppi á teningnum fyrir það sem af er febrúar," segir Sævar Jónatansson hjá Fasteignasölunni Eignakjöri.
„Þótt þetta horfi til betri vegar er ekki almennt kominn mjög mikill kraftur í þetta en þetta er allt á réttri leið. Varðandi veltuna á þinglýstum kaupsamningum í janúar virðist ljóst að það eru ódýrari íbúðirnar sem eru að seljast fyrst og fremst," sagði Sævar.