Farþegar í slysahættu við að ná í farangur

Farþegi sækir farangur úr strætó og þarf í leiðinni að vara sig á bílaumferð. Glæfralegt, þykir mörg…
Farþegi sækir farangur úr strætó og þarf í leiðinni að vara sig á bílaumferð. Glæfralegt, þykir mörgum. Mynd/Þröstur Ernir

Strætóstoppistöðin við Menningarhúsið Hof á Akureyri þar sem landsbyggðarstrætóinn stoppar þykir hættuleg fyrir farþega sökum þess að hlerarnir opnast í báðar áttir. Því þurfa farþegar oft að ganga út á götu til að sækja farangurinn. Viðmælendur sem Vikudagur hefur rætt við og nýta sér strætóinn furða sig á þessu fyrirkomulagi og segja aðstöðuna hættulega. Bæjaryfirvöld segja enga aðra aðstöðu í boði. Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.

Nýjast