Eldri maður fannst meðvitundarlaus á botni Sundlaugar Akureyrar í morgun og var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann var endurlífgaður. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu liggur maðurinn nú á gjörgæsludeild sjúkrahússins og er líðan eftir atvikum. Ekki er vitað hvernig atvikið bar að eða hversu lengi maðurinn lá á botni sundlaugarinnar. Samkvæmt upplýsingum Vikudags voru krakkar hjá Sundfélaginu Óðni á æfingur þegar atvikið átti sér stað og urðu varir við manninn. Þeir gerðu öðrum sundlaugargestum viðvart sem drógu manninn upp á sundlaugarbakkann.