„Fannst einfaldlega komið nóg"

Sigmundur Ernir fer um víðan völl í ítarlegu viðtali í Vikudegi.
Sigmundur Ernir fer um víðan völl í ítarlegu viðtali í Vikudegi.

Hann fékk nóg af níði í garð náungans í fjölmiðlum og ákvað að setja laggirnar sjónvarpsstöðina Hringbraut með umburðarlyndi og mannvirðingu að leiðarljósi. Sigmundur Ernir Rúnarsson, rithöfundur, fjölmiðlamaður og fyrrum þingmaður, hefur um 35 ára reynslu í fjömiðlabransanum og segir gott að vera kominn aftur. Hann sat eitt kjörtímabil á Alþingi og segir árin á þinginu hafa verið lærdómsrík. 

Sigmundur hefur jafnan mikið á sinni könnu, en auk þess að stýra sjónvarpsstöð leggur hann nú lokahönd á sína elleftu ljóðabók.

Vikudagur ræddi við Sigmund um nýju sjónvarpsstöðina, pólitíkina, kveðskapinn og margt fleira en viðtalið má nálgast í prentútgáfu Vikudags.

-þev

Nýjast