Fangelsinu á Akureyri verður ekki lokað fyrr en í fyrsta lagi í september

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra tilkynnti í dag á Facebook-síðu sinni að lokun fangelsisins á Akureyri yrði frestað þar til úttekt á hugsanlegan viðbótarkostnaði lögreglunnar á Akureyri vegna fyrirhugaðrar lokunar fangelsisins hefði farið fram.

„Þessi úttekt mun ekki liggja fyrir þegar lokunin á að koma til framkvæmda í lok mánaðarins. Í ljósi þess og í framhaldi funda með hagaðilum fyrir norðan sl. þriðjudag hef ég óskað eftir því við fangelsimálastjóra að framkvæmd lokunarinnar á fangelsinu á Akureyri verði frestað til 15. september. Enginn afplánar nú í fangelsinu vegna sumarleyfa,“ segir í tilkynningunni

 

 


Athugasemdir

Nýjast