31. janúar, 2007 - 12:53
Fréttir
Allir fjórir fangaverðirnir sem starfa í fangelsinu á Akureyri hafa sagt upp störfum, eins og meginþorri fangavarða annars staðar á landinu. Gestur Davísson fangavörður á Akureyri sagði að það væru fyrst og fremst launin sem fangaverðirnir eru óánægðir með. „Við erum með 30% lægri laun en lögreglumenn og það bil þarf að brúa. Þá er aðbúnaður ekki góður og mikið álag á okkur. Við tölum alltaf fyrir daufum eyrum þegar við ræðum þessi mál," sagði Gestur.